Hæfni og pólitískar ráðningar - Fyrirlestur 24. maí nk.

Fyrirlestur Carl Dahlström

Lögberg stofa 101, föstudaginn 24. maí kl. 12.10 til 13.10.

Ensk lýsing á fyrirlestrinum er að neðan.

Útbreidd spilling og óskilvirk stjórnvöld skapa alvarleg vandamál í heimi samtímans. Nýlegar rannsóknir hafa aukið skilning okkar á því hvernig mismunandi stjórnkerfi virka. Hins vegar vantar mikilvægan þátt í þær rannsóknir sem fyrir liggja, sem lýtur að því hvernig uppbygging stjórnsýslunnar – þar á meðal ráðningar og framakerfi – hefur áhrif á hversu vel stjórnvöldum gengur að sinna verkefnum sínum.

Til að varpa ljósi á þetta mun Carl Dahlström, prófessor við Gautaborgarháskóla og Quality of Government Institute, fjalla um bók sína, Organizing Leviathan (Cambridge University Press) og tengdar greinar, sem birst hafa í Political Research Quarterly og Journal of Politics. Hann heldur því fram að hættan á spillingu sé minni þar sem starfsframi starfsfólks í stjórnsýslu er ekki háður pólitískum samböndum, heldur mati jafningja. Í fyrirlestrinum mun Dahlström gera grein fyrir þessum hugmyndum, skoða raungögn sem styðja þau orsakatengsl sem kenningin snýst um og greina hvað má álykta á grundvelli fjölþjóðlegs gagnasafns þar sem meira en 100 ríki koma við sögu. Einnig  skoðar hann gagnasafn um lægri stjórnstig sem nær til 18 þúsund opinberra starfsmanna og meira en 1,4 milljón innkaupasamninga í 212 evrópskum héruðum.

Fundarstjóri verður Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Carl Dahlström er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Gautaborg. Hann starfar við Quality of Government Institute, og hefur verið gistifræðimaður við Harvard University, Sciences Po (París) og Nuffield College (University of Oxford). Rannsóknir Dahlström snúast um hvernig best sé að skipulegga stjórnmálakerfið, einkum tengslin á milli stjórnsýslu og stjórnmála, og hvernig stuðla má að óflekkaðri, heiðarlegri og óspilltri stjórnsýslu.

Dahlström hefur birt rannsóknir sínar víða í virtum tímaritum svo sem The Journal of Politics, British Journal of Political Science, Governance; Journal of Public Policy; Journal of Public Administration Research and Theory og Public Administration. Auk þess hefur hann, ásamt öðrum, skrifað Organiizing Leviathan (Cambridge University Press); og ritstýrt, ásamt öðrum, Elites, Institutions, and the Quality of Government (Palgrave) auk Steering from the Centre: Strengthening Political Control in Western Democracies (University of Toronto Press).

---

Organizing Leviathan: On the detrimental effects of corruption and political appointments

Widespread corruption and government inefficiencies cause serious problems in the world today. Recent scholarship has increased our understanding of intriguing difference between polities. However, there is a very important piece missing in this otherwise extensive research, namely an understanding of how bureaucratic structures - such as recruitment and promotion regimes - affect government quality.

To shed light on this issue, professor Carl Dahlström (Gothenburg University and the Quality of Government Institute) will discuss his book Organizing Leviathan (Cambridge University Press) and related papers in Political Research Quarterly and Journal of Politics. He argues that corruption risks are lower when bureaucrats’ careers do not depend on political connections, but on their peers. In the talk, Dahlström develops these ideas, offers empirical narratives supporting the causal mechanisms suggested by the theory, and analyzes implications on a cross-country dataset including more than 100 countries as well as on a sub-national dataset including more than 18,000 public sector employees and over 1.4 million procurement contracts in 212 European regions.

Gunnar Helgi Kristinsson, professor in political science at the University of Iceland, will chair the meeting.

Carl Dahlström is a professor in political science at the University of Gothenburg. He is working at the Quality of Government Institute, and has been a visiting fellow at Harvard University, Sciences Pó (Paris), and Nuffield College (University of Oxford). Dahlström research revolves around how the political system best should be organized in particular the relationship between bureaucracy and politics, and how clean, honest and non-corrupt government can be brought about.  

Dahlström har published his research extensively in highly ranked journals such as The Journal of Politics, British Journal of Political Science, Governance; Journal of Public Policy; Journal of Public Administration Research and Theory and Public Administration. In addition, he has co-written the monograph Organizing Leviathan (Cambridge University Press); and co-edited the volumes Elites, Institutions, and the Quality of Government (Palgrave) as well as Steering from the Centre: Strengthening Political Control in Western Democracies (University of Toronto Press)

 

 

20. maí 2019 - 8:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is