Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla - útgáfa haustheftis og útgáfuboð

Útgáfuboð í tilefni af útkomu 2. tbl. 12. árg. tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla verður haldið mánudaginn 19. desember kl. 16:30 í stofu 101 í Odda.

Vefslóðin á tímaritið er www.irpa.is

Við opnunina mun einn höfunda, Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild HÍ, halda erindi um grein sína í tímaritinu. Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindinu til kl. 17:30. Eftir dagskrána býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til móttöku á annari hæð Odda.

Fundarstjóri er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og ritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla.

Grein Evu Heiðu ber heitið The ‘Pots and Pans’ protests and requirements for responsiveness of the authorities. Greinin fjallar um undir hvaða kringumstæðum það er réttlætanlegt að stjórnvöld taki tillit til krafna mótmælenda, og hvort að þær kringumstæður eigi við um Búsáhaldabyltinguna. Meginniðurstöður eru þær að það hversu alvarlegt og víðtækt fjármálahrunið var, fjöldi mótmælenda og almennur stuðningur við kröfur mótmælenda, og ítarleg opinber umræða um það sem talið var að hefði farið úrskeiðis, ásamt því að jafnræði var í björgum til að mótmæla á milli mótmælenda og þeirra sem ekki tóku þátt, gaf tilefni til þess að réttlætanlegt var að stjórnvöld tóku tillit til krafna mótmælenda. Það bendir til þess að þegar stjórnvöld urðu við kröfum mótmælenda, var það ekki á kostnað þeirra sem ekki tóku þátt í mótmælunum og gekk ekki gegn grundvallarlögmálum fulltrúalýðræðis.

Efni tölublaðsins verður fjölbreytt að vanda og birtast 17 ritrýndar fræðigreinar og tveir bókadómar.  Greinarnar fjalla um fjölbreytt efni íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála frá fræðimönnum við íslenska háskóla.

Eftirfarandi ritrýndar greinar verða birtar í tímaritinu að þessu sinni:

 • The ‘Pots and Pans’ protests and requirements for responsiveness of the authorities. Höfundur: Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
 • Measuring corruption: whose perceptions should we rely on? Evidence from Iceland. Höfundar: Gissur Ólafur Erlingsson, Centre for Municipality Studies, Linköping University og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjónmálafræðideild HÍ.
 • Administrative capacity and long-term policy making at the Icelandic local level Höfundur: Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
 • Men and the Suffrage. Höfundur: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Prófessor við Félags- og mannvísindadeild HÍ.
 • Athafnafólk í opinberri stefnumótun á óvissutímum: Hvernig hugmyndin um notendastýrða persónulega aðstoð varð að veruleika á Íslandi. Höfundur: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ.
 • Markaðsvæðing frétta: Greining á innihaldi frétta í tveimur dagblöðum og tveimur vefmiðlum fyrir og eftir hrun. Höfundur: Valgerður Jóhannsdóttir, aðjúnkt í blaða- og fréttamennsku við HÍ.
 • Varðveisla gagna í stjórnsýslunni. Höfundar: Kristín Benediktsdóttir, dósent við Lagadeild HÍ og Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild HÍ.
 • Hagnýting persónuupplýsinga á Facebook hjá eftirlitsstofnunum. Höfundar: Sigurður G. Hafstað, lögfræðingur og stjórnsýslufræðingur, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild HÍ.
 • Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar: Áskoranir, togstreita og tækifæri. Höfundar: Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur, ReykjavíkurAkademíunni og Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur, ReykjavíkurAkademíunni.
 • ,,Hún gæti alveg verið múslimi og allt það”: Ráðning fólks af erlendum uppruna til íslenskra fyrirtækja. Höfundar: Kristín Loftsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild HÍ, Margrét Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Viðskiptadeild HÍ og Kári Kristinsson, dósent við Viðskiptafræðideild HÍ.
 • „Vinnugleðin hefur tapast, nú er bara álag og erfitt og lítil gleði“ - starfsumhverfi opinberra starfsmanna á tímum efnahagsþrenginga. Höfundur Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt við viðskipta- og raunvísindasvið HA.
 • Yfirfærsla á málaflokki fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga: Með sérstakri áherslu á stærsta sveitarfélagið, Reykjavík. Höfundar: Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og Gylfi Jónsson, félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur.
 • Tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, svefns og stoðkerfisverkja hjá millistjórnendum í opinberri þjónustu. Höfundar: Sigríður Halldórsdóttir, prófessor, heilbrigðisvísindasviði HA, Hafdís Skúladóttir lektor heilbrigðisvísindasviði HA og Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt, viðskipta- og raunvísindasviði, HA.
 • Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum. Höfundur: Trausti Þorsteinsson, dósent við hug- og félagsvísindasvið HA.
 • Þekkingarmiðað lýðræði – þegar þekking lýðsins ræður. Höfundur: Jón Ólafsson, prófessor við Hugvísindasvið HÍ.
 • Þingstörf á Alþingi 1991-2015. Kyrrstaða í breyttu umhverfi. Höfundur Haukur Arnþórsson, Ph.D, stjórnsýslufræðingur.
 • Þarfir netsins. Höfundar: Örn Daníel Jónsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla og Bjarni Frímann Karlsson, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ.

 

 

14. desember 2016 - 15:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is