Útgáfa tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla 17. desember 2019

Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 2. tbl. 15. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla verður haldið þriðjudaginn 17. desember, kl. 16:30, í stofu 101 í Odda, í Háskóla Íslands.
 
Vefslóð Stjórnmála & stjórnsýslu er: www.irpa.is 
 
Við opnunina kynnir Eva H. Önnudóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, grein þeirra Eiríks Búa Halldórssonar sem er meðal efnis í tímaritinu. Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindi Evu, og síðan verður boðið upp á léttar veitingar á annari hæð Odda. 
 
Öll velkomin. 
 
 
Grein Evu og Eiríks ber titilinn Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta. Í greininni er fjallað um kosningaþátttöku í Alþingiskosningum á Íslandi og skoðað hvort kynslóðabreyting er til staðar þar sem ungt fólk í dag tekur síður þátt í kosningum samanborið við áður. Fjallað er um hvort að þessa breytingu megi rekja til minni áhuga yngstu kynslóðar samtímans á stjórnmálum eða minnkandi flokkshollustu. Niðurstöður Evu og Eiríks sýna að áhugi ungs fólks á stjórnmálum hefur ekki breyst frá því sem áður var, og er hann svipaður nú  og hjá eldri kjósendum. Hins vegar hefur flokkshollusta minna vægi í dag og er hún ekki sami hvati og fyrr meðal ungs fólks til að kjósa. Það að stjórnmálaáhugi ungs fólks hefur haldist en vægi flokkshollustu hefur minnkað getur mögulega bent til þess að ungt fólk aðhyllist frekar annars konar borgaralega þátttöku en að taka þátt í kosningum. Þó er ekki hægt að skera úr, að svo stöddu, hvort að um verulega breytingu sé að ræða á milli kynslóða eða hvort að breytingin sé fyrst og fremst tilkomin vegna seinkunnar á þátttöku ungs fólks í samfélaginu.
 
Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt efni íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála og eftirfarandi ritrýndar greinar eru birtar að þessu sinni:
 
1. Stjórnkerfismiðjur: Samhent stjórnsýsla í framkvæmd á Íslandi. Höfundur: Pétur Berg Matthíasson. 
 
2. Politics, marketing and social media in the 2018 local elections in Iceland. Höfundar: Birgir Guðmundsson, Hafdís Björg Hjálmarsdóttir og Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir. 
 
3. Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla. Höfundar: Valgerður S. Bjarnadóttir, Anna Ólafsdóttir og Guðrún Geirsdóttir. 
 
4. Er skortur á framboði eða er engin eftirspurn eftir konum í æðstu stjórnunarstöður? Höfundar: Ásta Dís Óladóttir, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson og Þóra H. Christiansen. 
 
5. Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta. Höfundar: Eiríkur Búi Halldórsson og Eva H. Önnudóttir.
 
6. „Grýta þetta pakk“: Haturstjáning í íslensku samhengi. Höfundar: Eyrún Eyþórsdóttir og Kristín Loftsdóttir
 
Ritstjóri Stjórnmála & stjórnsýslu er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræði-deild Háskóla Íslands, en auk hans sitja í ritstjórn þau: Agnar Freyr Helgason, Eva H. Önnudóttir, Eva Marín Hlynsdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Útgefandi tímaritsins er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. 
 
Allar nánari upplýsingar veitir Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, í síma 525-5454 eða í gegnum netfangið sjofn@hi.is
 
 
13. desember 2019 - 13:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is