Norræn ráðstefna stjórnmálafræðinga í ágúst

Dagana 10.-13. ágúst verður NoPSA - norræn ráðstefna stjórnmálafræðinga - haldin í Háskóla Íslands, að mestu þó með fjarfundaformi. Ráðstefnan er haldin þriðja hvert ár en var frestað sumarið 2020 vegna COVID-19. Aðstandendur ráðstefnunnar eru Félag stjórnmálafræðinga, Háskólinn á Akureyri og Stofnun stjórnsýslufræðinga og stjórnmála. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér á vefsíðu hennar, en þegar þetta er ritað eru 35 málstofur ráðgerðar á ráðstefnunni.

29. júní 2021 - 10:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is