Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn ráðuneyta, ríkisstofnana og sveitarfélaga 28. janúar- 5. mars 2019

Í fimmtánda skiptið býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana, upp á sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt fyrir þá starfsmenn ríkisins (ráðuneyta og ríkisstofnana) og starfsmenn sveitarfélaga, sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni. Nemendur munu hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum og lesa kennslurit. Eftir atvikum verður varpað upp stuttum raunhæfum verkefnum sem farið verður sameiginlega yfir í tímum. Einnig er í boði að taka námskeiðið í fjarnámi, og munu fjarnemar hafa að aðgang að upptökum á netinu sem og streymi í rauntíma.
 
Umsjónarmaður og aðalkennari er Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir kennarar eru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Særún María Gunnarsdóttir skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis og Oddur Þorri Viðarsson lögfræðingur hjá forsætisráðuneytinu.
 
Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 13:00 - 16:00 í samtals 12 skipti, alls 54 kennslustundir.
 
Námskeiðið hefst 28. janúar og lýkur 5. mars. Þátttökugjald er kr. 68.100 -.
 
 
 

HÉR er hægt að skrá sig á námskeiðið

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is