Tjáningafrelsi opinberra starfsmanna: Hvar liggja mörkin?

Námskeið haldið þriðjudaginn 5. febrúar, kl. 09:00-12:30 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíðstofu K-206 – Klettur.
 
Námskeiðið stendur til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni.
 
 

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið

 
 
Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Þátttökugjald er kr. 17.900-
 
Markhópur: Stjórnendur og starfsfólk hjá ráðuneytum, stofnunum ríkisins og sveitarfélögum.
 
Nánar um námskeiðið: 
Með nýju frumvarpi forsætisráðuneytisins er lagt til að settar verði skýrar reglur um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna í sérstökum kafla sem bætist við stjórnsýslulög nr. 37/1993. Frumvarpið felur í sér meginreglu um að opinberir starfsmenn njóti tjáningarfrelsis. Það verður aðeins takmarkað þegar þörf krefur og þá samkvæmt skýrum og fyrirsjáanlegum lagaákvæðum. Með ákvæðum frumvarpsins um efni þagnarskyldu er leitast við að gera skýrara en nú er til hvaða upplýsinga hún taki, en slíkt er mikilvæg forsenda tjáningarfrelsis. Þá felur frumvarpið í sér að miklum fjölda þagnarskylduákvæða verði breytt í því skyni að fækka þeim og samræma.
 
Á námskeiðinu verður leitast við að fjalla um hvar þessi mörk tjáningarfrelsis og þagnarskyldu kunna liggja, m.a. með tilliti til þeirra sjónarmiða sem leidd verða úr réttarframkvæmd.
 
Kjartan Bjarni er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en hann hefur áður starfað sem formaður rannsóknarnefndar Alþingis, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn. Kjartan hefur kennt stjórnsýslurétt og opinberan starfsmannarétt við Háskóla Íslands frá 2004 en hann var einnig dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2016-2018.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is