Spilling í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi: Í Öskju á föstudaginn

Ásgeir Brynjar Torfason rekstrarhagfræðingur, Jón Ólafsson heimspekingur og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur munu á opnum hádegisfundi föstudaginn 27. nóvember nk. fjalla um umfang spillingar á Íslandi og áhrif hennar á íslensk stjórnmál, stjórnsýslu og viðskiptalíf. Fundurinn verður haldinn í stofu N-132 í Öskju og hefst kl. 12:30.

Að erindum þeirra loknum mun Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans stýra umræðum.

Fundurinn er haldinn í sameiningu af Félögum stjórnsýslu- og stjórnmálafræðinga í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og er öllum opinn – allir velkomnir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is