Viðburðir haustsins vel sóttir

mynd frá morgunverðarfundi 20. október 2015

Alls hafa hátt í 900 manns sótt námskeið og aðra opna viðburði á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála það sem af er hausti. Þar af komu yfir 90 manns á tvö námskeið um opinber innkaup sem haldin voru, í fyrsta sinn í haust, í samvinnu við Ríkiskaup, en auk þeirra hafa viðburðir og námskeið verið í samvinnu við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Alþjóðamálastofnun Háskola Íslands, Félög stjórnmálafræðinga og stjórnsýslufræðinga, Gagnsæi og fleiri aðila, að ógleymdri Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. 

Næst á opinni dagskrá hjá okkur verður svo að fagna útkomu haustheftis veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla, þann 17. desember nk., en samkvæmt venju má búast útgáfuhófi, að loknum fyrirlestri um grein í heftinu. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is