Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla – 10 ára starfsafmæli og útgáfuboð

Tímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla á 10 ára starfsafmæli í ár en fyrsta tölublað þess kom út í 15. desember 2005.  Í tilefni  þessara tímamóta og útkomu 2. tbl. 11. árg. tímaritsins verður haldið afmælis- og útgáfuboð fimmtudaginn 17. desember,  kl. 16:30 í stofu 101 í Odda.

Við opnunina flytur Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, ávarp. Síðan mun einn höfunda, Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ, halda erindi um grein sína í tímaritinu sem hún skrifaði ásamt Evu Heiðu Önnudóttur, nýdoktor við sömu deild.  Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindinu til kl. 17:30. Eftir dagskrána býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til móttöku á annari hæð Odda.

Grein Huldu og Evu Heiðu ber titilinn Viðhorf til kerfisins og þörf fyrir öryggi meðal fólks á pólitíska jaðrinum (e. Need for security and system fairness on the political extremes).  Í greininni er metið hvort að fólk á öndverðum meiði í pólitík, þ.e. þeir sem eru á jöðrum hægri og vinstri, deili engu að síður tilteknum sálfræðilegum þáttum. Í rannsókninni fæst stuðningur við þá tilgátu að fólk lengst til vinstri og lengst til hægri sé líklegra en fólk á miðjunni til þess að upplifa stjórnmálakerfið sem réttlátt, svo fremi sem kerfið uppfyllir aukna þörf þeirra fyrir öryggi. Ástæðan er rakin til þess að fólk á pólitísku jöðrunum hefur að jafnaði hærri þörf fyrir öryggi en aðrir og af þeim sökum hafi það jafnvel enn sterkari sálfræðilegan hvata en ella til þess að sjá sanngirni í kerfinu. Rannsóknin byggir á íslenskum gögnum úr European Social Survey frá árinu 2012. Niðurstöður eru settar í samhengi við pólitískan veruleika.

Efni tímaritsins er fjölbreytt að vanda, en eftirfarandi greinar verða birtar í tímaritinu að að þessu sinni:

 1. Need for Security and System Fairness on the Political Extremes.  Höfundar: Hulda Þórisdóttir, lektor og Eva H. Önnudóttir, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
 2. Gæslumaður Alþingis: Breytt valdastaða forseta Íslands. Höfundar: Björg Thorarensen, prófessor við Lagadeild HÍ  og Stefanía Óskarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ.
 3. Of seint, óljóst og veikt: Hvernig og hvers vegna hugmyndin um fyrsta viðkomustaðinn í heilbrigðiskerfinu hefur misst marks.  Höfundur: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ.
 4. Iceland’s External Affairs from the Napoleonic Era to the Occupation of Denmark: Danish and British Shelter. Höfundar: Baldur  Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ  og  Tómas Joensen,  verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um smáríki við HÍ.
 5. Gender Bias in Media: The Case of Iceland. Höfundar: Valgerður Jóhannsdóttir, aðjunkt og  Þorgerður Einarsdóttir prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
 6. Áhættusækni í útrásargleði: Karlar og konur í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Höfundar: Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði og Helga Björnsdóttir, aðjunkt í mannfræði við Félags- og mannvísindadeild HÍ.
 7. Verkföll opinberra starfsmanna á Íslandi. Höfundur: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskipafræðideild HÍ.
 8. ‘We are like the Poles’: On the ambiguous labour market position of young Icelanders. Höfundar: Margrét Einarsdóttir, rannsóknarmaður, Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði og  Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Félags- og mannvísindadeild HÍ.
 9. Upplýsingaréttur og þagnarskylda. Höfundur: Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild HÍ.
 10. Skipan talsmanns fyrir börn – grundvöllur ákvörðunar og framkvæmd.  Höfundar: Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við Lagadeild HÍ og Hafdís Gísladóttir, lögfræðingur hjá Félagi heyrnarlausra.
 11. Promoting Bank Stability through Compensation Reform: Lessons from Iceland. Höfundar: Jay Cullen, lektor við  University of Sheffield School of Law og  Guðrún Johnsen, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ.
 12. Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland. Höfundar:  Már Wolfgang Mixa, aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Vlad Vaiman, aðstoðarrektor og prófessor  við  California Lutheran University.
 13. Productivity and Institutions. Höfundur: Gylfi Zoega, prófessor við Hagfræðideild HÍ. 

Fundarstjóri er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og aðalritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is