Kynning á kjarasamningum ríkisstarfsmanna

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við kjara- og mannauðssýslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins:

Morgunverðarfundur: Kynning á kjarasamningum ríkisstarfsmanna
Miðvikudaginn 27. janúar, kl. 8:30-9:50 á Grand Hótel Reykjavík

Morgunverður, frá kl. 8:00, er innifalinn í þátttökugjaldinu sem er kr. 4.900-

SKRÁNING Á VIÐBURÐINN

Nýjir kjarasamningar ríkisstarfsmanna sem tóku gildi á síðasta ári fela í sér veigamiklar breytingar á miðlægum þáttum kjarasamninga og útfærslu stofnanasamninga. Þessar breytingar munu kalla á virkari þátttöku forstöðumanna og fjármála/mannauðs/starfsmannastjóra ríkisstofnana við endurskoðun stofnanasamninga í sinni stofnun, sem og aðkomu að endurskoðun á ákveðnum atriðum í miðlægum þáttum kjarasamninga.

Kynningarfundurinn er ætlaður forstöðumönnum og þeim stjórnendum hjá opinberum stofnunum sem fara með starfsmanna- og launamál, og eru þessir aðilar hvattir til að mæta á fundinn.

Á fundinum munu fulltrúar kjara- og mannauðssýslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins kynna nýgerða kjarasamninga ríkisins og ræða þau verkefni sem liggja fyrir hjá stofnunum ríkis vegna endurskoðun stofnanasamninga. Efnisþættir kynningarinnar eru:

•    Aðdragandi og helstu forsendur nýgerðra kjarasamninga
•    Yfirferð yfir helstu breytingar nýgerðra kjarasamninga
•    Almennt um kostnaðarmat kjarasamninga
•    Stofnanasamningar
•    Næstu skref

Að lokinni kynningunni verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir.

Fundarstjóri:  Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ.

Eftir fundinn verður hægt að nálgast hjóðupptöku af fundinum og kynningarglærur hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ með því að hafa samband í netfangið: stjornsyslaogstjornmal@hi.is
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is