Menning, kyn og ofbeldi í leikjaveröld

Föstudaginn 29. janúar heldur Jóhanna K. Birnir, dósent í samanburðarstjórnmálafræði við Maryland Háskóla, fyrirlestur sem ber heitið Menning, kyn og ofbeldi í leikjaveröld. Í fyrirlesturinum fjallar Jóhanna um  hvað við getum lært um áhrif kyns og kynja viðmiða á hegðun með því að skoða hvernig tölvuleikjanotendur - menn og konur - hegða sér á mismunandi hátt í leikjaveröld eftir því hvort þau leika konur eða menn. Rannsókn Jóhönnu byggir á gögnum úr tölvuleiknum EVE Online.

Fyrirlestur Jóhönnu er hluti af fyrirlestraröð Stjórnmálafræðideildar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands um ávinning og viðfangsefni samanburðarstjórnmála (sjá nánar um fræðigreinina og nýtt MA nám við HÍ hér)Fimm opnir hádegisfyrirlestrar verða haldnir á hverjum föstudegi frá 29. janúar til 4. mars, í Odda 101, í Háskóla Íslands.  

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is