Hefur atvinnuóöryggi áhrif á kosningahegðun?

Agnar Freyr Helgason

Föstudaginn 5. febrúar heldur Agnar Freyr Helgason, doktor í stjórnmálafræði og verkefnastjóri Þjóðmálastofnunar HÍ fyrirlestur sem ber heitið "Hefur atvinnuöryggi áhrif á kosningahegðun?". Fyrirlesturinn hefst kl. 12.00 í stofu 101, Odda.

Það eru alkunn sannindi að þegar illa árar í efnahagsmálum eigi sitjandi ríkisstjórnir á brattann að sækja í kosningum. Þrátt fyrir það er ennþá óljóst hvaða efnahagsþættir skipti mestu fyrir kjósendur og mat þeirra á sitjandi ríkisstjórn. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nýlega samanburðarrannsókn á áhrifum atvinnuóöryggis á kosningahegðun og spurningunni velt upp hvort áhrifin velti á því hvort sitjandi ríkisstjórn sé til vinstri eða hægri.

Fyrirlestur Agnars er hluti af fyrirlestraröð Stjórnmálafræðideildar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands um ávinning og viðfangsefni samanburðarstjórnmála (sjá nánar um fræðigreinina og nýtt MA nám við HÍ hér)Fimm opnir hádegisfyrirlestrar verða haldnir á hverjum föstudegi frá 29. janúar til 4. mars, í Odda 101, í Háskóla Íslands.  

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is