Óbein áhrif efnahagsmála á kosningar og þátttöku í kosningum í Evrópu

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að efnahagsmál hafa áhrif á kosningu flokka. Minna er vitað um samspil efnahagsmála við aðra þætti sem tengjast því hvaða flokk fólk kýs eða hvernig þau tengjast kosningaþátttöku. Í þessum fyrirlestri mun Eva H. Önnudóttir fjalla um þetta samspil og tekur fyrir þrjá þætti efnahagsmála; efnahagslega frammistöðu, ójöfnuð og þátttöku ríkja í alþjóðaviðskiptum.

Fyrirlestur Evu fer fram föstudaginn 19. Febrúar kl. 12.00-13.00 í stofu Odda 101.

Eva H. Önnudóttir lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Mannheim á síðasta ár og starfar nú sem nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Fyrirlestur Evu er hluti af fyrirlestraröð Stjórnmálafræðideildar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands um ávinning og viðfangsefni samanburðarstjórnmála   Fimm opnir hádegisfyrirlestrar verða haldnir á hverjum föstudegi frá 29. janúar til 4. mars, í Odda 101, í Háskóla Íslands.   

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar er sem hér segir:

•    29. janúar: Menning, kyn og ofbeldi í leikjaveröld, Jóhanna K. Birnir, dósent við Maryland Háskóla.

•    5. febrúar: Hefur atvinnuóöryggi áhrif á kosningahegðun? Agnar Freyr Helgason, doktor í stjórnmálafræði og verkefnastjóri Þjóðmálastofnunar HÍ.

•    12. febrúar: Samskipti smáríkja við volduga nágranna: Samanburður á stöðu Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Skotlands, Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ.

•    19. febrúar: Óbein áhrif efnahagsmála á kosningar og þátttöku í kosningum í Evrópu, Eva Heiða Önnudóttir, nýdóktor við Stjórmálafræðideild HÍ.

•    26. febrúar: Hvar eru lögin samin? Samspil þings og stjórnar á Íslandi með samanburði við Norðurlönd, Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórmálafræðideild HÍ.

•    4. mars: Samspil þjóðernis og trúar í átökum, Jóhanna K. Birnir, dósent við Maryland Háskóla

 

Allir velkomnir

 

Nánari upplýsingar hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í síma 525 5454 eða í netfanginu sjofn@hi.is  og  á vefsíðu http://stjornsyslustofnun.hi.is/

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is