Sambúð stjórnsýslu og stjórnmála

Aðalfundur Íslandsdeildar norræna stjórnsýslusambandsins (NAF)

í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ
 

Sambúð stjórnsýslu og stjórnmála
Miðvikudaginn 9. mars 2016, kl. 16:30 – 18:00,  Oddi 101 í Háskóla Íslands

Skráning hér
Þátttökugjald er kr. 2.000-  sem greitt er við innganginn og er jafnframt árgjald NAF.

Uppbygging stjórnkerfisins leiðir til náinnar sambúðar stjórnsýslu og stjórnmála. Ráðherrar og sveitarstjórnarmenn, oftast pólitískt kjörnir, eru æðstu yfirmenn stjórnsýslunnar. Starfsmönnum stjórnsýslunnar er ætlað að rækja störf sín án þess að viðhorf til stjórnmála hafi þar áhrif. En hvernig er þessi sambúð og hvaða áhrif hefur hún á störf starfsmanna í stjórnsýslunni? Hafa pólitísk áhrif aukist í stjórnsýslunni? Hafa gjörðir stjórnmálamanna áhrif á traust á stjórnsýslunni? Eru embættismenn að þvælast fyrir stjórnmálamönnum? Er þörf á að skerpa línurnar?

Á fundinum mun Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, halda erindi um þessi mál og gera m.a. grein fyrir nýlegri umfjöllun um sambúð stjórnsýslu og stjórnmála í Danmörku. Að loknu erindi hans fara fram umræður.

Dagskrá:                      
Kl. 16.30 – Aðalfundur NAF.
Kl. 17.00 – Erindi hefst.
Kl. 18.00 – Umræðum lýkur.

Fundarstjóri verður Margrét S. Björnsdóttir, formaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is