Warning message

Submissions for this form are closed.

Áhrif stjórnunarhátta á heilsu og líðan starfsfólks - hvað virkar til farsældar? Málstofa

Mán, 03/07/2016 - 10:47 -- hrefna

Þjónandi forysta, aðferð við að skapa jákvæðan starfsanda, hvatningu, betri líðan og heilsu starfsfólks: 

Hvað? Hvernig? Hlutverk stjórnenda

Málstofa í salnum Gallerí á Grand hótel Reykjavík frá kl. 10:30 til 13:00 fimmtudaginn 31. mars 2016

Umsjón: Dr. Sigrún Gunnarsdóttir og Sigrún Þorgeirsdóttir hjá Þekkingarsetri um þjónandi forystu.

Verð kr. 15.000 (hádegishressing innifalin)

Fjallað  um og rýnt í hvernig sjálfsþekking, einbeitt hlustun og skýr sýn á hugsjón hefur áhrif á starfshvöt, starfsánægju og vellíðan í vinnu. Ennfremur um hugmyndafræði og aðferðir þjónandi forystu með áherslu á að skapa sem flesta leiðtoga í starfsmannahópnum.

  1. Sjálfsvitund leiðtoga – hvernig tengjast sjálfsþekking og félagsgreind jákvæðum starfsanda?
  2. Getur hlustun og auðmýkt haft áhrif á heilsu starfsfólks? Er gagn af hljóðlátum leiðtogum?
  3. Hugsjón, framsýni og forskot til forystu – hvernig styrkir sameiginleg ábyrgð innri starfshvöt?
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is