Nýtt námskeið: Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna- hvar liggja mörkin?

Stofnun stjórnsýslufræða býður uppá þrjú námskeið í apríl. Tvo þeirra, Upplýsingaréttur almennings og Hvernig skal staðið að starfslokum starfsmanna hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga hafa verið vel sótt og fengið mjög góða dóma hjá nemendum.

Námskeiðið Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna: Hvar liggja mörkin? er nýtt  hálfs dags námskeið hjá Stofnun stjórnsýslufræða og mun Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari í Reykjavík kenna það 12. apríl næstkomandi. Markhópur námskeiðsins eru stjórnendur og starfsfólk hjá ráðuneytum, stofnun ríkisins og sveitarfélögum.

Á námskeiðinu verður leitast við að fjalla um hvar mörk tjáningarfrelsis opinberra starfsmanna kunna liggja, m.a. með tilliti til þeirra sjónarmiða sem leidd verða úr réttarframkvæmd.

Hér er hægt að skoða frekari upplýsingar um námskeiðin og skrá sig til leiks.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is