Morgunverðarfundur um áhrif stjórnunarhátta vel sóttur

Við þökkum þeim tæplega tvöhundruð manns sem mættu á morgunverðarfund fimmtudaginn 31. mars sl. um áhrif stjórnunarhátta á heilsu og líðan starfsfólks. Að fundinum stóðu Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna í samstarfi við Þekkingasetur um þjónandi forystu.

Að loknum fundinum var haldin málstofan "Þjónandi forysta, aðferð við að skapa jákvæðan starfsanda, hvatningu, betri líðan og heilsu starfsfólks: Hvað? Hvernig? Hlutverk stjórnenda"

Glærur fyrirlesara á morgunverðarfundinum er hægt að nálgast hér.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is