Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla – útgáfa vorheftis og útgáfuboð

Útgáfuboð í tilefni af útkomu 1. tbl. 12. árg. tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla verður haldið þriðjudaginn 21. júní kl. 16:30 í stofu 101 í Odda.

Við opnunina mun einn höfunda, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, halda erindi um grein sína í tímaritinu sem hann skrifaði ásamt Sigurjóni Njarðarsyni, nema við lagadeild HR.  Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindinu til kl. 17:30. Eftir dagskrána býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til móttöku á annari hæð Odda.
Grein Bjarna og Sigurjóns ber heitið Meintur fyrirvari Íslands við 5. gr. Norður-Atlantshafssamningsins. Greinin fjallar um að við aðild Íslands að NATO virðast íslenskir ráðamenn talið sig hafa gert fyrirvara við kjarnaákvæði Norður-Atlantshafssamningsins – sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll – í kvöldverðarræðu í tilefni af undirritun hans. Áratugum síðar virðist enn eima eftir þeim þankagangi að einhverju leyti. Höfundar telja að þessar hugrenningar eiga sér þó enga stoð í þjóðarétti. Eins og rakið verður í greininni stangast slíkur fyrirvari á við ýmis formskilyrði og efnisreglur sem þjóðaréttur setur um fyrirvara. Þetta leiðir til þess að Ísland er bundið af Norður-Atlantshafssamningnum með nákvæmlega sama hætti og önnur aðildarríki NATO.  

Efni tölublaðsins verður fjölbreytt að vanda og birtast 9 ritrýndar fræðigreinar og einn bókadómur.  Greinarnar fjalla um fjölbreytt efni íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála frá fræðimönnum við íslenska háskóla.
Efni tímaritsins er fjölbreytt að vanda, en eftirfarandi ritrýndar greinar verða birtar í tímaritinu að þessu sinni:
•    Professionalism among Icelandic Mayors.  Höfundur: Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
•    Dómstólaeftirlit með Alþingi: Breytt valdahlutföll í stjórnskipuninni. Höfundur: Björg Thorarensen, prófessor við Lagadeild HÍ.
•    New media - opportunity for new and small parties? Political communication before the parliamentary elections in Iceland in 2013. Höfundur: Birgir Guðmundsson, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
•    Meintur fyrirvari Íslands við 5. gr. Norður-Atlantshafssamningsins. Höfundur: Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Sigurjón Njarðarson, nemi við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
•    Iceland’s Involvement in the Anti-Apartheid Struggle. Höfundur: Jónína Einarsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
•    Hrunið skýrt:  Sjónarhorn klassískra kenninga um fjármálakreppur. Höfundur: Stefán Ólafsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
•    Public opinion polls and experts in election news. Höfundur: Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði.
•    Jón Gnarr; Grínarinn sem varð leiðtogi. Höfundur: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
•    Money talks: Gender Budgeting in the University of Iceland. Höfundur: Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, Finnborg Salome Steinþórsdóttir, doktorsnemi við Félags- og mannvísindadeild, Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild og Thamar Melanie Heijstra, lektor við Félags- og mannvísindadeild.
Fundarstjóri er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og ritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla.

Allir velkomnir
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is