Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla – útgáfa vorheftis og útgáfuboð

Útgáfuboð í tilefni af útkomu 1. tbl. 12. árg. tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla verður haldið þriðjudaginn 21. júní kl. 16:30 í stofu 101 í Odda.

Vefslóðin á tímaritið er www.irpa.is

Við opnunina mun einn höfunda, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, halda erindi um grein sína í tímaritinu sem hann skrifaði ásamt Sigurjóni Njarðarsyni, nema við lagadeild HR.  Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindinu til kl. 17:30. Eftir dagskrána býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til móttöku á annari hæð Odda.

Fundarstjóri er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og ritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla.

Grein Bjarna og Sigurjóns ber heitið Meintur fyrirvari Íslands við 5. gr. Norður-Atlantshafssamningsins. Greinin fjallar um að við aðild Íslands að NATO virðast íslenskir ráðamenn talið sig hafa gert fyrirvara við kjarnaákvæði Norður-Atlantshafssamningsins – sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll – í kvöldverðarræðu í tilefni af undirritun hans. Áratugum síðar virðist enn eima eftir þeim þankagangi að einhverju leyti. Höfundar telja að þessar hugrenningar eiga sér þó enga stoð í þjóðarétti. Eins og rakið verður í greininni stangast slíkur fyrirvari á við ýmis formskilyrði og efnisreglur sem þjóðaréttur setur um fyrirvara. Þetta leiðir til þess að Ísland er bundið af Norður-Atlantshafssamningnum með nákvæmlega sama hætti og önnur aðildarríki NATO.

Efni tölublaðsins verður fjölbreytt að vanda og birtast 9 ritrýndar fræðigreinar og einn bókadómur.  Greinarnar fjalla um fjölbreytt efni íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála frá fræðimönnum við íslenska háskóla.

Eftirfarandi ritrýndar greinar verða birtar í tímaritinu að þessu sinni:

  • Professionalism among Icelandic Mayors.  Höfundur: Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
  • Dómstólaeftirlit með Alþingi: Breytt valdahlutföll í stjórnskipuninni. Höfundur: Björg Thorarensen, prófessor við Lagadeild HÍ.
  • New media - opportunity for new and small parties? Political communication before the parliamentary elections in Iceland in 2013. Höfundur: Birgir Guðmundsson, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
  • Meintur fyrirvari Íslands við 5. gr. Norður-Atlantshafssamningsins. Höfundur: Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Sigurjón Njarðarson, nemi við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
  • Iceland’s Involvement in the Anti-Apartheid Struggle. Höfundur: Jónína Einarsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
  • Hrunið skýrt:  Sjónarhorn klassískra kenninga um fjármálakreppur. Höfundur: Stefán Ólafsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
  • Public opinion polls and experts in election news. Höfundur: Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði.
  • Jón Gnarr; Grínarinn sem varð leiðtogi. Höfundur: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Money talks: Gender Budgeting in the University of Iceland. Höfundur: Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, Finnborg Salome Steinþórsdóttir, doktorsnemi við Félags- og mannvísindadeild, Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild og Thamar Melanie Heijstra, lektor við Félags- og mannvísindadeild.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is