Þjónandi forysta, aðferð við að skapa jákvæðan starfsanda, hvatningu, betri líðan og heilsu starfsfólks

Málstofa haldinn föstudaginn 28. október, kl. 9:00-12:00,  í húsnæði  Menntavísindasviðs HÍ, stofa H 205 – Hamar.

Skráning á málstofuna

Verð:  kr. 16.000-

Málstofan byggir á fyrirlestrum og samtali þátttakenda um ofangreinda þætti þjónandi forystu.
Umsjón: Dr. Sigrún Gunnarsdóttir og Sigrún Þorgeirsdóttir hjá Þekkingarsetri um þjónandi forystu.

Fjallað  verður um og rýnt í hvernig sjálfsþekking, einbeitt hlustun og skýr sýn á hugsjón hefur áhrif á starfshvöt, starfsánægju og vellíðan í vinnu.  Einnig verður kynnt hugmyndafræði og aðferðir þjónandi forystu með áherslu á að skapa sem flesta leiðtoga í starfsmannahópnum.
1.    Sjálfsvitund leiðtoga – hvernig tengjast sjálfsþekking og félagsgreind jákvæðum starfsanda?
2.    Getur hlustun og auðmýkt haft áhrif á heilsu starfsfólks? Er gagn af hljóðlátum leiðtogum?
3.    Hugsjón, framsýni og forskot til forystu – hvernig styrkir sameiginleg ábyrgð innri starfshvöt?
Þátttakendur fá sent rafrænt lesefni um aðferðir þjónandi forystu að lokinni málstofunni.

Dr. Sigrún Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og dósent við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Sigrún starfaði áður á Landspítala, heilbrigðisráðuneyti, landlæknisembætti og í heilsugæslu. Rannsóknarsvið hennar eru lýðheilsa, starfsumhverfi og þjónandi forysta.

Sigrún Þorgeirsdóttir er með menntun í hótelstjórnun, viðskiptafræði og verkefnastjórnun og hefur starfað sem hótelstjóri síðastliðin tvö ár. Frá 2009-2014 vann hún sjálfstætt og hélt utanum fjölda ólíkra verkefna ráðstefnur, kosningabaráttu, leiksýningar ofl.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is