Námskeið um opinber innkaup: báðir dagar

Fim, 09/08/2016 - 15:25 -- hrefna

Námskeið haldið  29. september 2016, kl. 13:00-16:30  og 30. september,  kl. 08:30-12:00 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð, stofum H 205 og H 101 – Hamar.
Námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Ríkiskaup og fyrirlesarar námskeiðsins eru sérfræðingar frá Ríkiskaupum.

Um er að ræða tvískipt námskeið sem skiptist á tvo daga:  
Fyrri dagur námskeiðsins miðar að því að auka skilning og þekkingu þátttakenda á lagalegu umhverfi opinberra innkaupa.

Síðari dagur námskeiðsins miðar að því að auka skilning og þekkingu þátttakenda á framkvæmd opinberra innkaupa, sem og að þátttakendur öðlist færni í að nýta færar innkaupaleiðir og stjórna innkaupum í framhaldinu.
Verð: 31.800 kr.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is