Frestur til að skila ritrýndum greinum fyrir desemberheftið er til 15. október 2016.

Til fræðimanna á sviði stjórnmála- og stjórnsýslufræða og tengdra fræðigreina

Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla er gefið út tvisvar á ári í opnum aðgangi á vefsvæði þess www.irpa.is (eða www.stjornmalogstjornsysla.is) í júní og í desember.  Ritrýndar greinar hvers árgangs eru gefnar út á prentuðu formi árið eftir. Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Tilgangur tímaritsins er að gefa út og gera aðgengilegt þverfræðilegt efni um rannsóknir á sviði stjórnmála, stjórnsýslu og alþjóðamála með það fyrir augum að auka við þekkingu og efla faglega umræðu á þessum sviðum á Íslandi. Í veftímaritinu er  stjórnmála- og stjórnsýslufræðingum, félagsfræðingum, hagfræðingum, heimspekingum, lögfræðingum, sagnfræðingum, viðskiptafræðingum og öðrum þeim er stunda rannsóknir og skrifa um þau viðfangsefni gefinn kostur á að gera rannsóknir sínar aðgengilegar og auka þannig fræðilega umfjöllun. Veftímaritið er gefið út í íslenskri og enskri útgáfu (Icelandic Review of Politics and Administration- IRPA).

Frestur til að skila ritrýndum greinum fyrir desemberheftið er til 15. október 2016.

Aðeins verður tekið á móti greinum í ritrýnda birtingu.

Á vefsvæði timaritsins www.irpa.is  eða www.stjornmalogstjornsysla.is er að finna leiðbeiningar fyrir höfunda greina.

Frá og með vorhefti 2014 hafa skilað höfundar greinum sínum inn á vefsvæði tímaritsins og þurfa að skrá sig þar inn og fylgja leiðbeiningum þar um.  Höfundur getur fylgst með ferli greinar sinnar í kerfinu og fær tilkynningu frá því þegar ritrýnir hefur skilað umsögn sinni.

Þegar hafa verið gefin út nítján tölublöð á vefnum.  Ritrýndar greinar hvers árgangs hafa verið prentaðar og eru þær bækur fáanlegar hjá Háskólaútgáfunni, helstu bókabúðum og  bókasöfnum.  Einnig er hægt að gerast áskrifandi að prentaðri útgáfu af ritrýndum greinum sem birtast í veftímaritinu, og kemur hún út einu sinni á ári.  Áskrift kostar kr. 5.100,-

  Gerast áskrifandi.

Möguleiki er á að panta eldri árganga tímaritsins á netfanginu sjofn@hi.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is