Heilsa starfsfólks í forgang: Heilsueflandi stjórnun og forysta

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana kynna

Heilsa starfsfólks í forgang: Heilsueflandi stjórnun og forysta - Aðferðir sem byggja á nýjum rannsóknum á samskiptum stjórnenda og starfsfólks á vinnustöðum

Málstofa haldin miðvikudaginn 9. nóvember 2016, kl. 13:30-17:00 í salnum Setrið- Grand hótel Reykjavík.

Skráning hér
Verð: kr. 16.800-

Í málstofunni verða kynntar og ræddar nýjar og áhugaverðar rannsóknir um samspil stjórnunar, forystu og heilsu starfsfólks. Fjallað verður um leiðir sem gera stjórnendum og leiðtogum kleift að efla og styðja heilsu starfsfólks. Enn fremur verður rætt um hvernig stjórnendur sjálfir geta stuðlað að eigin heilsu í starfi.
Fyrirlesarar: Dr. Lotta Dellve, prófessor í vinnuvistfræði við Gautaborgarháskóla og dr. Sigrún Gunnarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst, og stofnandi Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sjá nánar um efnisþætti málstofunnar hér neðar.

Markhópur: Stjórnendur og starfsfólk hjá ráðuneytum, stofnunum ríkisins, sveitarfélögum sem og  samtökum og fyrirtækjum.
Málstofan fer fram bæði á íslensku og ensku.

Málstofan byggir mikið á samtali þátttakenda og því er ekki boðið upp á fjárnám þessu sinni.
Efnisþættir málstofunnar:
•    Heilsa og heilsuefling /Health and health promotion
•    Heilsueflandi forysta og stjórnun, nokkur sjónarhorn/ Perspectives of health promoting leadership.
•    Managers’ health promotive work and approaches: at operative and strategic level / Heilsueflandi stjórnendur: nálgun og framkvæmd
•    Leadership styles connected to wellbeing of employees / Áhrif stjórnunarhátta á heilsu og líðan starfsfólks
•    Intervention to support health promotive leadership / Leiðir til að styða við heilsueflandi forystu og stjórnun
•    How to build capacity for health promotive leadership / Hvernig byggjum við upp heilsueflandi forystu og stjórnun?
•    Leaders own balance (stress, time-use and recovery) and organizational preconditions /
Stjórnendur í jafnvægi (streita, tímastjórnun og bati) og aðstæður á vinnustað

Dr. Lotta Dellve er dósent í vinnuvistfræði við læknadeild Gautaborgarháskóla og prófessor í vinnuvistfræði og stjórnun við Royal Institute of Technology (KTH) í Stokkhómi og Háskólann í Borås.  Rannsóknarsvið Lottu snýr að samspili vinnuumhverfis og heilsu, og hefur hún birt fjölda fræðigreina á því sviði: http://medicine.gu.se/avdelningar/samhallsmedicin_folkhalsa/amm/Personal...

Dr. Sigrún Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og dósent við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Sigrún stofnaði Þekkingarsetur um þjónandi forystu og hefur skrifað og haldið námskeið um aðferðarfræði þjónandi forystu.  Hún starfaði áður á Landspítala, heilbrigðisráðuneyti, landlæknisembætti og í heilsugæslu. Rannsóknarsvið Sigrúnar eru lýðheilsa, starfsumhverfi og þjónandi forysta, og hefur hún birt fjölda fræðigreina á þeim sviðum: http://www.bifrost.is/um-haskolann/starfsfolk/starfsmadur/sigrun-gunnars...
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is