Heilsa starfsfólks í forgang: Heilsueflandi stjórnun og forysta

Heilsa starfsfólks í forgang: Heilsueflandi stjórnun og forysta
Aðferðir sem byggja á nýjum rannsóknum á samskiptum stjórnenda og starfsfólks á vinnustöðum

Málstofa haldin miðvikudaginn 9. nóvember 2016, kl. 13:30-17:00 í slanum Setrið- Grand hótel Reykjavík.
Verð: kr. 16.800-
Í málstofunni verða kynntar og ræddar nýjar og áhugaverðar rannsóknir um samspil stjórnunar, forystu og heilsu starfsfólks. Fjallað verður um leiðir sem gera stjórnendum og leiðtogum kleift að efla og styðja heilsu starfsfólks. Enn fremur verður rætt um hvernig stjórnendur sjálfir geta stuðlað að eigin heilsu í starfi.
Fyrirlesarar: Dr. Lotta Dellve, prófessor í vinnuvistfræði við Gautaborgarháskóla og dr. Sigrún Gunnarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst, og stofnandi Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sjá nánar um efnisþætti málstofunnar hér neðar.
Markhópur: Stjórnendur og starfsfólk hjá ráðuneytum, stofnunum ríkisins, sveitarfélögum sem og  samtökum og fyrirtækjum.
Málstofan fer fram bæði á íslensku og ensku.
Málstofan byggir mikið á samtali þátttakenda og því er ekki boðið upp á fjárnám þessu sinni.

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins og skráning hér

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is