Nýr verkefnisstjóri hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

Guðrún Eysteinsdóttir tekur við starfi verkefnisstjóra hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála frá áramótum 2016-17 og mun gegna starfinu tímabundið fram eftir vori. Verkefnisstjóri hefur með höndum ýmislegt utanumhald með námskeiðum og viðburðum stofnunarinnar, vefumsjón o.fl. Guðrún sinnti áður starfinu í afleysingum á árinu 2015. Hrefna Ástmarsdóttir, sem verið hefur verkefnisstjóri stofnunarinnar um árabil, hverfur nú til annarra starfa innan Háskóla Íslands og þakkar stjórn stofnunarinnar henni góð störf á liðnum árum.

3. janúar 2017 - 16:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is