Hvernig bætum við stefnumótun og framkvæmd opinberrar þjónustu á grunni atferlisfræða og gagnreyndrar þekkingar?

Morgunverðarfundur á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við forsætisráðuneyti og Félag forstöðumanna ríkisstofnana verður haldinn miðvikudaginn 8. febrúar nk., á Grand Hótel Reykjavík.

Á undanförnum 5 – 7 árum hefur hagnýting atferlisvísinda verið innleidd sem þáttur í stefnumótun og framkvæmd opinberrar þjónustu í ýmsum löndum. Tiina Likki, sérfræðingur hjá  Behavioural Insights Team í Bretlandi mun á fundinum fjalla um reynslu og aðferðaferðafræði bresku stjórnsýslunnar hvað þetta varðar og m.a. taka dæmi um beittingu aðferðafræðinnar. Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur og dósent við HÍ mun fjalla um þær kenningar og rannsóknir sem liggja til grundvallar, og leitast við að tengja þær íslenskum viðfangsefnum.

Morgunverðarhlaðborð hefst kl.  8:00 og fundurinn stendur frá kl. 08:30 – 10:00.

Nánari upplýsingar og skráning

30. janúar 2017 - 14:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is