Vel sóttur morgunverðarfundur um atferlisfræði og stefnumótun

Tiina Likki flytur fyrirlestur á morgunverðarfundi 8. febrúar

Milli 80 og 90 manns sóttu morgunverðarfund Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála á Grand Hótel Reykjavík í gær þar sem Hulda Þórisdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ og Tiina Likki, sérfræðingur við Behavioural Insights Team í Bretlandi fjölluðu um hagnýtingu atferlisvísinda í opinberri stefnumótun og stefnuframkvæmd. Fundurinn var haldinn í samstarfi við forsætisráðuneytið og félag forstöðumanna ríkisstofnana og Steinunn Halldórsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu stjórnsýsluþróunar í forsætisráðuneytinu, stýrði fundinum og fyrirspurnartíma að framsöguerindum loknum.

Þann 2. mars nk. mun Hulda Þórisdóttir halda málstofu um sama efni á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða þar sem þátttakendur munu geta kynnt sér betur hugmyndir fræðimanna og aðferðir til þess að hagnýta þekkingu á atferli fólks í stefnumótun og framkvæmd stefnu.

9. febrúar 2017 - 14:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is