Námskeið: Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna: Hvar liggja mörkin?

Fimmtudaginn 23. febrúar nk. verður námskeiðið Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna: Hvar liggja mörkin? haldið á ný, en námskeiðið fylltist þegar það var haldið síðast, í september sl. Umsjón með námskeiðinu hefur Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvar mörk tjáningarfrelsis opinberra starfsmanna kunna að liggja, m.a. með tilliti til þeirra sjónarmiða sem leidd verða úr réttarframkvæmd. Námskeiðið er ætlað  stjórnendum og starfsfólki hjá ráðuneytum, stofnunum ríkisins og sveitarfélögum og mögulegt að taka það í fjarnámi.

Nánari upplýsingar og skráning

 

10. febrúar 2017 - 13:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is