Morgunverðarfundur: Ný Evrópureglugerð um persónuvernd: Grundvallarbreytingar á skyldum og ábyrgð opinberra aðila sem vinna með persónuupplýsingar

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samstarfi við Persónuvernd og innanríkisráðuneyti kynna:

Ný Evrópureglugerð um persónuvernd:  Grundvallarbreytingar á skyldum og ábyrgð opinberra aðila sem vinna með persónuupplýsingar

Morgunverðarfundur, föstudaginn 3. mars kl. 8:30-9:50 á Grand hótel Reykjavík

Morgunverður, frá kl. 8:00,  er innifalinn í þátttökugjaldinu sem er kr. 5.800-

SKRÁNING Á VIÐBURÐINN

Á síðasta ári voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Breytingarnar munu taka gildi í Evrópu í maí 2018, og þar sem löggjöfin fellur undir EES-samninginn verður hún í framhaldinu einnig innleidd hér á landi. Opinberir aðilar og fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar, hvort er heldur um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra, verða fylgja hinni nýju löggjöf.

Þó að dagsetning gildistöku hér á landi liggi ekki enn fyrir er ljóst að hið opinbera – ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög – sem og einkafyrirtæki, þurfa að aðlaga starfsemi sína að breyttum og auknum kröfum til persónuverndar með tilkomu þessarar nýju löggjafar. Má þar nefnda að réttindi einstaklinga til fræðslu og aðgangs að upplýsingum verða bætt og eftirlit persónuverndarstofnana aukið. Sektarheimildir eftirlitsstofnana verða stórauknar og ríkari kröfur verða gerðar til öryggis persónuupplýsinga í stjórnun og rekstri.

Á morgunverðarfundinum mun forstjóri Persónuverndar kynna nýju Evrópureglugerðina og gera grein fyrir helstu breytingum sem koma til með að verða á skyldum og ábyrgð opinberra aðila sem vinna með persónuupplýsingar. Einning munu Hörður Helgi Helgason lögmaður og fyrrverandi forstjóri Persónuverndar fjalla um nálganir að því að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og Jóhanna Bryndís Bjarnadótti sendiráðunautur á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins útskýra ferlið sem nú er í gangi hvað varðar upptöku reglugerðar ESB um persónuvernd í EES-samninginn, og hvað mun þurfa til að koma áður en reglurnar taka gildi fyrir EFTA-ríkin innan EES. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, sem stýrir fundi, flytur inngangsorð.

Dagskrá:

8:30 - 9:00   Persónuvernd: Lykilatriði í rekstri!
                     Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar

9:00 - 9:20   Verkfærakistan - leiðir til að uppfylla hinar nýju kröfur
                     Hörður Helgi Helgason, lögmaður  hjá Landslögum og fyrrv. forstjóri Persónuverndar

9:20 - 9:35   Leið löggjafar ESB um persónuvernd í EES-samninginn
                     Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, sendiráðunautur á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins

9:35 - 9:50   Umræður og spurningar úr sal

Fundarstjóri: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is