Morgunverðarfundur 3. mars: Ný Evrópureglugerð um persónuvernd.

mynd af læstri möppu

Á síðasta ári voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Stofnun stjórnsýslufræða og Félag forstöðumanna ríkisstofnana, í samstarfi við Persónuvernd og innanríkisráðuneytið, boða til morgunverðarfundar um málið föstudaginn 3. mars á Grand Hótel Reykjavík. Framsöguerindi flytja Helga Þórisdóttir, forstóri Persónuverndar, Hörður Helgi Helgason lögmaður hjá Landslögum og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir sendiráðunautur á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Fundarstjóri verður Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu.

Frekari upplýsingar og skráning

23. febrúar 2017 - 9:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is