Hádegisfundur 3. mars: Færri sveitarfélög: Hver er ávinningurinn?

Í tilefni af greiningu efnahagssviðs SA á stöðu og framtíð sveitarfélaga á Íslandi frá 5. des. sl. stendur Félag stjórnmálafræðinga í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir hádegisfundi föstudaginn 3. mars kl. 12-13 í Odda 101
 
Aðalframsögumaður: Grétar Þór Eyþórsson prófessor við HA. Með innlegg í panel verða: Eyrún Sigþórsdóttir fyrrverandi sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar.
 
Fundarstjóri er Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ
24. febrúar 2017 - 14:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is