Opinn hádegisfundur 17. mars: Sarah Childs um skýrsluna „Hið góða þjóðþing“

Mynd af Sarah Childs

Föstudaginn 17. mars nk. kl. 12 - 13 heldur Sarah Childs, prófessor í stjórnmálafræði og kynjafræði við Bristol háskóla, fyrirlestur sem hún nefnir: The Good Parliament Report & Diversity Sensitive Reform in the UK House of Commons, reflections of being embedded in the House. Í fyrirlestrinum, sem fluttur verður á ensku, mun höfundur segja frá inntaki skýrslunnar, ábendingum sínum, og reynslu sinni innan veggja neðri deildar þingsins meðan hún safnaði efni í skýrsluna.

Hádegisfundurinn er á vegum Stjórnmálafræðideildar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í samvinnu við MARK, Miðstöð um margbreytileika- og kynjarannsóknir. Hann verður í stofu 101 í Odda og er öllum opinn.

Frekari upplýsingar ...

8. mars 2017 - 17:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is