Námskeið um upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum

Fimmtudaginn 16. mars og föstudaginn 17. mars kennir  Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands námskeiðið Upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum: Innleiðing öryggisstefnu, framkvæmd áhættumats og áhættumeðferð.

Námskeiðinu er ætlað að auka hagnýta þekkingu þátttakenda á innleiðingu upplýsingaöryggiskerfa sem standast kröfur sem gerðar eru um persónuvernd. Farið verður yfir hvað liggur til grundvallar við mótun öryggisstefnu, og hvernig skal framkvæma áhættumat og innleiða öryggisráðstafanir samkvæmt kröfum um persónuvernd og upplýsingaöryggi. 

Fullbókað er á námskeiðið, en mögulegt að skrást á biðlista.

Frekari upplýsingar og skráning á biðlista

 

10. mars 2017 - 10:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is