Námskeið um upplýsingaöryggi endurtekið

Í liðinni viku var haldið í fyrsta sinn nýtt námskeið á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála: Upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum: Innleiðing öryggisstefnu, framkvæmd áhættumats og áhættumeðferð. Skemmst er frá því að segja að námskeiðið var fullbókað og biðlisti myndaðist. Það er ljóst að mörgum þykir þetta málefni tímabært og nauðsynlegt. Við höfum því ákveðið, í samráði við umsjónarmann og kennara námskeiðsins, Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóra hjá Veðurstofu Íslands, að reyna að svara þörfinni og endurtaka námskeiðið nú fyrir sumarið. Námskeiðið, sem er tveir hálfir dagar að lengd, verður haldið aftur 11. - 12 maí nk., eftir hádegi fimmtudaginn 11. maí og að morgni föstudaginn 12. maí.

Frekari upplýsingar og skráning

21. mars 2017 - 16:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is