Aðalfundur Íslandsdeildar NAF á næsta leiti

Þann 6. apríl nk. heldur Íslandsdeild Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF) aðalfund sinn og jafnframt málþing í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, undir yfirskriftinni: Hlutverk opinberra starfsmanna lýðræðisumræðu.

Framsöguerindi flytur Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Hugvísindasvið og í pallborði taka þátt Eva Marín Hlynsdóttir, lektor, Trausti Fannar Valsson, dósent og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, stýrir fundi.

Fundurinn og málþingið fara fram  í stofu N-132 í Öskju, kl. 16:30 - 18:00.
Allir velkomnir: Þátttökugjald er kr. 2.000,-  sem greitt er við innganginn og er jafnframt árgjald NAF.

Lesa meira ... 

 

 

 

29. mars 2017 - 17:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is