Ráðstefna um alþjóðasamvinnu og Ísland í Norræna húsinu 19. apríl nk.

Ráðstefnan Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland? verður haldin miðvikudaginn 19. apríl nk. kl. 9 - 18, í Norræna húsinu. 

Ráðstefnunni er ætlað að velta upp spurningum tengdum breyttu valdajafnvægi í heiminum og stöðu lítilla ríkja í alþjóðakerfinu í dag. Fjallað verður sérstaklega um nokkra málaflokka sem hafa verið mikið í umræðunni og eiga það sameiginlegt að fela í sér hnattrænar áskoranir sem krefjast aukins alþjóðlegs samstarfs.
 
Dagskráin er fróðleg og fjölbreytt en sem dæmi má nefna erindi um alþjóðlega og norræna samvinnu, popúlisma og lýðræði, öryggis- og friðarmál, fullveldi og peningalegt sjálfstæði, konur á flótta og loftslagsbreytingar, svo að eitthvað sé nefnt.
 
7. apríl 2017 - 17:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is