Hádegisfundur: Skipulagsleysi, málþóf og gæði lagasetningar: Raunmyndir af störfum Alþingis

Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, hádegisfundi miðvikudaginn 26. apríl kl. 12:00 – 13:00 í Odda-101 þar sem Haukur Arnþórsson​ mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Skipulagsleysi, málþóf og gæði lagasetningar: Raunmyndir af störfum Alþingis“.

Í erindinu ræðir Haukur um skipulag, málþóf og gæði lagasetningar á Alþingi frá því það var sameinað í eina deild árið 1991. Við sameininguna var myndaður gagnagrunnur um þingmál, þingmenn og þingfundi og notar Haukur gögn hans til þess að greina hvernig þingið hefur starfað - og setur hann þær upplýsingar í samhengi við kenningar um þjóðþing og rannsóknir á störfum þeirra í öðrum ríkjum.

Fundarstjóri: Eva Marín Hlynsdóttir.

Allir velkomnir.

21. apríl 2017 - 17:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is