Tímarit um viðskipti og efnahagsmál er komið út

Út er komið nýtt hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál,  1. tölublað 14. árgangs, júní 2017. Greinarnar má lesa í opnum aðgangi á vefsetri tímaritsins: http://www.efnahagsmal.is

Tímaritið er gefið út í samvinnu viðskipta- og hagfræðideilda Háskóla Íslands, viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og Seðlabanka Íslands. Í ritstjórn sitja þau Gylfi Zoega, Ph.D, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, gz@hi.is; Auður Arna Arnarsdóttir, Ph.D, lektor við Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík; auduraa@hr.is -Þórhallur Örn Gudlaugsson, Ph.D, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, th@hi.is og Birgir Þór Runólfsson, Ph.D, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bthru@hi.is. Umsjón með útgáfu hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. 

Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir fræðilegar ritgerðir í viðskipta- og hagfræði og í þetta sinn eru birtar, eftir ellefu höfunda, fimm ritrýndar greinar og ein að auki sem birt verður fyrir 15. júlí: 

Greinarnar, sem fjalla um fjölbreytt efni, eru:

...hvað segið þið strákar? Upplifun kvenmillistjórnenda af stöðu sinni, möguleikum og hindrunum í starfi
eftir Unni Dóru Einarsdóttur, Erlu S. Kristjánsdóttur og Þóru H. Christiansen

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda – bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum
eftir Einar Guðbjartsson og Jón Snorra Snorrason

Marketing communication towards cruise ship passengers: the implications of market segmentation
eftir Gunnar Óskarsson og Irenu Georgsdóttur

Microfinance institutions’ failure to address poverty: A narrative critical literature review
eftir Sigurð Guðjónsson

Ferðaþjónusta og virkjanir til bjargar byggðum?
eftir Önnu Dóru Sæþórsdóttur og Þorkel Stefánsson

Efficient pricing of tourist sites*
eftir Ragnar Árnason.

* Greinin verður birt á vefnum fljótlega.

3. júlí 2017 - 18:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is