Áhugaverð námskeið í boði í október og nóvember

Á döfinni eru þrjú námskeið fyrir starfsfólk í stjórnsýslu. 

Undanþáguákvæði upplýsingalaga – Hvenær er skylt og hvenær er heimilt að gæta leyndar samkvæmt upplýsingalögum? Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík kennir og hefur umsjón með námskeiðinu. Haldið 17. október kl. 09:00-12:30

Upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum: Innleiðing öryggisstefnu, framkvæmd áhættumats og áhættumeðferð. Umsjónarmaður og kennari er Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Námskeiðið verður haldið 26. - 27. október.

Námskeið um opinber innkaup sem haldið er í samstarfi við Ríkiskaup dagana 9. og 10. nóv. 2017. Um er að ræða tvískipt námskeið og hægt er skrá sig aðeins fyrri daginn (9. nóvember) eða báða dagana (9. og 10. nóvember). Fyrirlesarar eru sérfræðingar frá Ríkiskaupum. 
 
Fjölbreytt og skemmtileg námskeið í boði.
 
 
26. september 2017 - 15:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is