Nýtt námskeið um undanþáguákvæði upplýsingalaga 17. október

Undanþáguákvæði upplýsingalaga - Hvenær er skylt og hvenær er heimilt að gæta leyndar samkvæmt upplýsingalögum? er nýtt námskeið sem haldið verður 17. október. Námskeiðið er í umsjá Kjartans Bjarna Björgvinssonar, héraðsdómara og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Meðal þess sem farið verður yfir eru helstu undanþágur frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum með tilliti til þess hvernig þær hafa verið skýrðar í dómaframkvæmd Hæstaréttar og úrskurðum um upplýsingamál.

Námskeiðið fer fram 17. október, kl. 09:00 - 12:30, í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, stofa K-208 - Klettur.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér

 

4. október 2017 - 13:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is