Áfallastjórnun - Crisis managment

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana kynna námskeið um

Áfallastjórnun   –  Crisis management

Námskeið, tveir hálfir dagar:

12. apríl kl. 13:00 - 16:30

13. apríl kl. 08:30 - 12:00

 

Haldið í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg.

 

Þátttökugjald: 33.700,- kr.

 

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið

 

Áfallastjórnun er lykilþáttur í stjórnun fyrirtækja og stofnana. Síauknar kröfur eru gerðar um hæfi stjórnenda til að takast á við áföll sem varða þá starfsemi sem þeir bera ábyrgð á. Áföll geta orsakast vegna ýmissa atvika, t.d. vegna náttúruhamfara, slysa, fjárhagshruns, pólitískra hneykslismála o.fl. Í slíkum kringumstæðum brennur á stjórnendum að taka ákvarðanir í aðstæðum sem markast af óvissu og tímapressu. Ákvarðanir sem geta haft afgerandi afleiðingar fyrir þeirra stofnun (og/eða samfélag) sem og þeirra eigin starfsferil. Sum áföll næst að leysa á skjótan máta meðan önnur stigmagnast og enda í öngstræti. Togstreitu er hægt að leysa á diplómatískan hátt eða hún endar með átökum; mannslíf bjargast eða tapast; stjórnmálaflokkar falla eða ná völdum; stjórnsýsla lamast eða eflist o.s.frv.

 

Námskeiðið byggir m.a. á hópastarfi og því er ekki boðið upp á fjarnám þessu sinni.

 

Markmið námskeiðsins er að auka skilning þátttakenda á þeim þáttum sem hafa áhrif á hvernig stjórnendur skynja og bregðast við áföllum og þeim ferlum sem liggja að baki árangursríkri áfallastjórnun.

 

Markhópur: Stjórnendur, millistjórnendur og sérfræðingar hjá opinberum stofnunum og hjá sveitarfélögum

 

Á námskeiðinu er fjallað um og farið í:

  • Hugsanleg áhætta: hugsanlegur undirbúningur og/eða forvarnir

  • Forysta: leiðtogar, hópar og ráðgjafar

  • Átök og samvinna í áföllum

  • Upplýsingastjórnun á áfallatíma

  • Áhrif kúltúrs á áfallastjórnun

  • Endurreisn og lærdómur

Ávinningur þinn:

  • að öðlast dýpri skilning á lykilþáttum og ferlum sem móta ákvarðanatöku stjórnenda

  • að þekkja hegðunarmunstur stjórnenda og stofnanaskipulag sem hefur sérstaklega sýnt sig vera árangursríkt (eða vanmegnugt) við að spá fyrir um, undirbúa, bregðast við, og læra af áföllum

  • að auka skilning á mikilvægi þess að tekið sé tillit til hugsanlegra áfalla í stefnumótun stofnana. Hvernig huga þurfi að bæði viðbúnaði, forvörnum og endurreisn í áætlanagerð.

Kennari og umsjón með námskeiðinu hefur Ásthildur Elva Bernharðsdóttir. Ásthildur er doktor í stjórnmálafræði og Cand. Oecon. í viðskiptafræði. Hún hefur sinnt rannsóknum og kennslu í áfallastjórnun hér á landi, í Svíþjóð, í Bandaríkjunum og er í dag gestaprófessor við Kýótó háskólann í Japan.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is