Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna: Hvar liggja mörkin?

Námskeið haldið þriðjudaginn 10. apríl 2018, kl. 09:00-12:30 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, stofu K-205 – Klettur.
 
Þátttökugjald er kr. 17.500-
 

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið

 
Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Námskeiðið stendur til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni.
 
Markhópur: Stjórnendur og starfsfólk hjá ráðuneytum, stofnunum ríkisins og sveitarfélögum.
 
Nánar um námskeiðið: Virk samfélagsumræða hefur grundvallarþýðingu í lýðræðislegu samfélagi og mikilvægt er að opinberir starfsmenn séu ekki útilokaðir frá þeirri umræðu. Eins og aðrir borgarar njóta opinberir starfsmenn þeirra grundvallarréttinda sem fólgin eru í tjáningarfrelsinu samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.
Þá má ekki líta framhjá því að opinberir starfsmenn búa oft í krafti starfs síns yfir sérþekkingu í ýmsum málaflokkum sem gerir að verkum að innlegg þeirra í samfélagsumræðuna verður sérstaklega verðmætt. Til dæmis geta upplýsingar sem opinberir starfsmenn búa yfir oft varpað ljósi á það hvaða afleiðingar tilteknar pólitískar ákvarðanir geta haft fyrir samfélagið.
Að sama skapi gerir eðli þeirra starfa sem opinberir starfsmenn vinna ósjaldan kröfu um ákveðin atriði fari leynt sem setur tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna ákveðnar skorður. Á námskeiðinu verður leitast við að fjalla um hvar þessi mörk kunna liggja, m.a. með tilliti til þeirra sjónarmiða sem leidd verða úr réttarframkvæmd.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is