Endurtekið námskeið - #Metoo og lögin: Hver er réttarstaðan í málum um kynferðislega áreitni? - Hvernig ber vinnuveitendum að bregðast við? -

Vegna mikillar þátttöku verður námskeiðið #Metoo og lögin: Hver er réttarstaðan í málum um kynferðislega áreitni? - Hvernig ber vinnuveitendum að bregðast við? - endurtekið mánudaginn 15. október nk.  

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu á hvað telst kynferðisleg áreitni samkvæmt lögum og á þeim reglum og ferlum í íslenskri löggjöf sem það varðar. Fjallað verður um hvernig vinnuveitendum ber að bregðast við slíkum málum og að hvaða marki þeim er skylt að gera sérstakar ráðstafanir sem varða áreitni og vinnuumhverfi starfsmanna, framkomu starfsmanna gagnvart viðskiptavinum og hvenær áreitni er komin á það stig að hún teljist refsiverð.

Námskeiðið verður haldið mánudaginn, 15. október, kl. 09:00-12:30 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð, 
stofa H-201 (Hamar). Námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir einstaklinga sem starfa á landsbyggðinni.

Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Þátttökugjald er er 17.900 kr.

Hér er hægt að skrá sig til leiks

Markhópur:

  • Starfsmenn á vinnumarkaði, nemendur í háskólum og allir aðrir sem hafa áhuga á að kynna sér þau lagalegu álitaefni sem vakna í tengslum við #metoo hreyfinguna.
  • Stjórnendur hjá stofnunum og fyrirtækjum, sem þurfa að taka á málum um kynferðislega áreitni og átta sig á hvaða kröfur lög og reglur gera til vinnustaðarins.
  • Starfsmenn samtaka atvinnurekenda og launafólks sem þurfa að ráðleggja einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum um mál sem varða kynferðislega áreitni.

 

Nánar um efni námskeiðs:

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi álitaefni:

  • Hvernig er kynferðisleg áreitni skilgreind samkvæmt lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu karla og kvenna?
  • Hvaða alþjóðlegu skuldbindingar hvíla á íslenska ríkinu um að vernda fólk gagnvart kynferðislegri áreitni?
  • Að hvaða leyti hafa íslensk stjórnvöld vanrækt að innleiða alþjóðlegar skuldbindingar um kynferðislega áreitni?
  • Hvenær er kynferðisleg áreitni refsiverð samkvæmt hegningarlögum?
  • Hver er réttarstaða starfsmanns sem verður fyrir kynferðislegri áreitni?
  • Hver er réttarstaða einstaklings sem sakaður er um kynferðislega áreitni?
  • Hvert er frelsi einstaklings til að segja frá kynferðislegri áreitni sem viðkomandi verður fyrir?

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is