Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál

Um setrið

Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál var stofnað þann 18. október 2018 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands skrifuðu undir samstarfssamning um stofnun setursins. Rannsóknasetrið er staðsett í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni. 
 
Við setrið á Laugarvatni starfar verkefnisstjóri í fullu starfi. Forstöðumaður setursins sem jafnframt er forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála hefur aðsetur í Háskóla Íslands í Reykjavík ásamt rannsóknarstjóra setursins. Að starfseminni koma einnig starfsmenn og kennarar stjórnmálafræðideildar 
 
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á netfangið: sveitarstjornarsetur@hi.is
 

Markmið og hlutverk

Markmið setursins er að styrkja sveitarstjórnarstigið á Íslandi með markvissum rannsóknum á sveitarstjórnarstiginu og með námi og fræðslu sem styður við fagþróun í stjórnsýslu sveitarfélaga og þéttbýlisfræðum. 
 
Rannsóknasetrið er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun og tilgangur þess er að auka hagnýta og fræðilega þekkingu á sveitstjórnarmálum og samspili sveitarstjórnarmála og byggðaþróunar. Hlutverk setursins er að efla og styðja við rannsóknir á sviði sveitarstjórnarmála um allt land og er horft til ólíkra forma samfélagsgerða m.t.t bæja og borgar. 
 
 

Rannsóknarverkefni

Hjá rannsóknasetrinu er nú þegar unnið að margvíslegum rannsóknum m.a. er verið að safna gögnum um stöðu framkvæmdastjóra sveitarfélaga í tengslum við samnorræna rannsókn. Þar verður sérstök áhersla lögð á að skoða stöðu kynjanna þegar kemur að æðstu stjórnunarstöðum sveitarfélaganna. 

Þá er verið að skoða stjórnsýslulegt bolmagn sveitarfélaga út frá fjölda sérfræðinga innan sveitarfélaganna. Þar er einnig lögð áhersla á að skoða hvort samstarf sveitarfélaga getur bætt upp skort á sérfræðingum innan sveitarfélaganna sjálfra og aukið þannig stjórnsýslulegt bolmagn þeirra. 
 
Jafnframt er fyrirhugað að hefja rannsókn á stöðu kjörinna fulltrúa í íslenskum sveitarstjórnum en gert er ráð fyrir að rannsóknir á því hefjist næsta vetur. 
 

Námskeið á vegum setursins

Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál heldur utan um ýmis námskeið sem ætluð eru fyrir stjórnsýslustigið. Þar er lögð áhersla á hagnýta fræðslu til kjörinna fulltrúa og starfsmanna innan stjórnsýslunnar.  Námskeið, málstofur og fundir eru framkvæmd í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
 
Á heimasíðu okkar www.stjornsyslustofnun.hi.is má sjá yfirlit yfir viðburði, námskeið og frekari skráningu.
 
Í september 2019 voru eftirfarandi námskeið haldin á landsbyggðinni:
Í maí 2019 voru eftirfarandi námskeið haldin á landsbyggðinni:

Viðburðir sem haldnir voru í apríl 2019:

 

Aðrar rannsóknir

Rannsóknir á íslenskum sveitarstjórnarmálum hafa verið í töluverðum vexti síðustu misseri í samræmi við aukin umsvif og verkefni sveitarfélaga. Hér hefur verið tekið saman yfirlit yfir greinar og skýrslur um rannsóknir og úttektir á sveitarstjórnarmálum. Yfirlitið er engan veginn tæmandi. Mikið af þessu efni má nálgast í opnum aðgangi á vefnum og látum við slóðir fylgja með. 
 
 
 
 
 
 
 
Frá undirritun samstarfsamnings um Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál þann 18. október 2018

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is