Nýtt námskeið: Meðferð persónuupplýsinga í stjórnsýslunni – Nokkur álitaefni

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir:
 
Meðferð persónuupplýsinga í stjórnsýslunni – Nokkur álitaefni
 
NÝTT námskeið haldið fimmtudaginn 11. apríl 2019, kl. 9:00-12:30, í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, Bratti - álman Hamar.
 

Hér er hægt að skrá sig til leiks

Námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg eftir að því lýkur.
 
Markhópur: Stjórnendur og starfsfólk hjá ráðuneytum, stofnunum ríkisins og sveitarfélögum.
 
Nánar um námskeiðið: Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða þýðingu lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, og samsvarandi reglugerð ESB um persónuvernd hafa fyrir stjórnvöld. Farið verður yfir hvaða kröfur þurfa að vera uppfylltar í lögum til þess að opinberar stofnanir geti unnið með mismunandi tegundir persónuupplýsinga og hvaða ráðstafanir stjórnvöld verða að gera til þess að tryggja öryggi persónuupplýsinga. 
 
Í námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á samspil persónverndarlaganna við stjórnsýslulög nr. 37/1993 og upplýsingalög nr. 140/2012. Fjallað verður um réttindi einstaklinga gagnvart stjórnvöldum á grundvelli persónuverndarlaganna og vikið að því hvaða ábyrgð kann að vera lögð á stjórnvöld ef reglum um persónuvernd er ekki fylgt. 
 
Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Þátttökugjald er kr. 17.900-
 
Kjartan Bjarni er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en hann hefur áður starfað sem formaður rannsóknarnefndar Alþingis, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn. Kjartan hefur kennt stjórnsýslurétt og opinberan starfsmannarétt við Háskóla Íslands frá 2004 en hann var einnig dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2016-2018.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is