Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál formlega opnað 5. apríl sl.

Opnunarhátíð setursins var vel sótt

Þann 5. apríl síðastliðinn fór fram formleg opnun Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni. Þangað lögðu leið sína fjöldi manns sem öll eiga það sameiginlegt að sýna sveitarstjórnarmálum áhuga. 

Fyrr um daginn var haldin málstofa um stöðu kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og var hún vel sótt bæði af sem sáu sér fært að mæta á staðinn og af þeim sem heima sátu og fylgdust með í fjarfundi. 

Lukkaðist hvor tveggja mjög vel og erum við hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál mjög ánægð með hvernig til tókst. 

Hægt er að fylgjast með því sem er á döfinni hjá setrinu á heimasíðu þess eða á Facebook síðu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Colin Copus emiritus prófessor við DeMontford háskólann í Leicester flytur erindi á málstofunni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála flytur ávarp við formlega opnun setursins

8. apríl 2019 - 10:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is