Mikill fjöldi á námskeiði um meðferð persónuupplýsinga í stjórnsýslunni

Í dag, 11. apríl, var haldið í fyrsta skipti námskeið um meðferð persónuupplýsinga í stjórnsýslunni og mætti stór hópur til að hlýða á Kjartan Bjarna Björgvinsson, héraðsdómara hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Þátttakendur voru um 90 talsins og almennt var mikil ánægja með námskeiðið. 

Við hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála þökkum þátttakendum fyrir komuna og einnig viljum við þakka þeim sem sóttu námskeiðið í gegnum fjarfundarbúnað. 

 

11. apríl 2019 - 13:45
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is