Málstofa 17. maí: Heimspekingarnir Stefán Snævarr og Hannes Hólmsteinn skiptast á skoðunum um alræðishugtakið

Málstofa í Stofu 101 í Odda kl. 16–17:30 föstudaginn 17. maí 2019
 
Heimspekingarnir Stefán Snævarr og Hannes Hólmsteinn skiptast á skoðunum um ALRÆÐISHUGTAKIÐ
 
Hannes notaði hugtakið í formála nýútkominnar bókar, Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958, en höfundar eru Tómas Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guðmundsson, Guðmundur G. Hagalín, Sigurður Einarsson í Holti og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Stefán efast hins vegar um, að alræðishugtakið komi að notum í stjórnmálaumræðum. 
 
Ólafur Þ. Harðarson er fundarstjóri.
 
RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands
 
16. maí 2019 - 10:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is