TVE: Hönnunarhugsun og beiting hennar innan fyrirtækja og stjórnsýslu 21. júní

Útgáfuboð og málstofa í tilefni af útkomu 1. tbl. 16. árg. Tímarits um viðskipti og efnahagsmál (www.efnahagsmal.is) verður haldið föstudaginn 21. júní, kl. 12.00-13.00, í stofu 101 á Háskólatorgi (Ingjaldsstofa), í Háskóla Íslands.
 
Úgáfuboðið er unnið í samstarfi við Hönnunarmiðstöð. Rýnt verður í hönnunarhugsun og hvernig þessari aðferð hefur verið beitt innan íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu. Hönnunarhugsun er aðferðafræði sem hefur að undanförnu verið að ryðja sér til rúms innan þróunarverkefna á Íslandi. Frummælendur rekja sögu hennar og hvaða hlutverki hún gæti þjónað í framtíðar stefnumótun og viðskiptaháttum. Fyrirspurnir og umræður verða að erindum loknum. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.  
 
 
Dagskrá fyrir málstofuna:
 
12.00 – Gylfi Zoega, formaður ritstjórnar TVE, býður gesti velkomna
 
12.05 – Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir og Magnús Þór Torfason, höfundar greinarinnar Þróun hönnunarhugsunar og beiting hennar innan íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu
 
12.15 – Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri Þjónustu- og þróunardeildar, Borgarbókasafni
 
12.23 – Karl Guðmundsson, Forstöðumaður útflutnings, Íslandsstofu
 
12.30 – Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, tekur saman
 
12.35-13.00 – Spurningar úr sal
 
 
Efnisyfirlit greinar sem birtar verða í vefútgáfu tímaritsins. Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt efni á sviði viðskipta og efnahagsmála og eftirfarandi ritrýndar greinar eru birtar að þessu sinni:
 
 1. Þróun hönnunarhugsunar og beiting hennar innan íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu. Höfundar: Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir og Magnús Þór Torfason
   
 2. Er grasið alltaf grænna annars staðar? Væntingar og reynsla erlends starfsfólks af starfsmannaleigu og íslensku samfélagi. Höfundar: Erla S Kristjánsdóttir, Þóra H. Christiansen og Inga Minelgaite
   
 3. Útvistun verkefna á sviði mannauðsmála á Norðurlöndum. Höfundar: Arney Einarsdóttir og Ingi Rúnar Eðvarðsson
   
 4. Persónuleiki kvenna og ákvörðunarstíll við kaup. Höfundar: Katla Hrund Karlsdóttir og Auður Hermannsdóttir
   
 5. Þættir sem hafa áhrif á stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi: Heildarmynd sýnd með áhrifariti. Höfundar: Snjólfur Ólafsson, Erla S. Kristjánsdóttir, Lára Jóhannsdóttir og Þóra H. Christiansen
   
 6. Menningaraðlögun erlends vinnuafls frá Póllandi: Ísland sem áfangastaður. Höfundar: Gunnar Óskarsson og Sabit Veselaj
   
 7. Hönnun starfa og starfsánægja í sérfræðistörfum hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga og stjórnenda. Höfundar: Arney Einarsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Ingi Rúnar Eðvarðsson, Ásta Dís Óladóttir, Inga Minelgaite og Svala Guðmundsdóttir
 
 
19. júní 2019 - 10:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is