Vorútgáfur tímaritanna Stjórnmál & stjórnsýsla og TVE aðgengilegar á vefnum

Nóg var um að vera í útgáfu fræðitímarita í síðustu viku. Fyrst kom út Stjórnmál & stjórnsýsla þann 18. júní og Tímarit um viðskipti og efnahagsmál fylgdi eftir þann 21. júní, en Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hefur umsjón með útgáfunni. 

Sem fyrr eru birtar niðurstöður rannsókna á íslenskum stjórnmálum og viðfangsefnum sem tengjast opinberri stefnumótun í Stjórnmál & stjórnsýslu, og TVE beinir sjónum að rannsóknum á sviði viðskipta- og hagfræði. Hvort tímarit fyrir sig heldur úti vefsíðu þar sem hægt er að nálgast greinarnar í opnum aðgangi.

Vefútgáfa Stjórnmála & stjórnsýslu

Vefútgáfa TVE

Stofnunin hefur í auknum mæli farið að taka upp opna fyrirlestra svo að sem flestir geti fylgst með. Upptökur frá báðum útgáfum eru því aðgengilegar á vef stofnunarinnar. 

Upptökur frá fyrirlestrum útgáfu Stjórnmála & stjórnsýslu og TVE.

24. júní 2019 - 13:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is